
Darren Fletcher hefur greint frá því hvað hann ræddi við Sir Alex Ferguson áður en hann samþykkti að taka við sem bráðabirgðastjóri Manchester United eftir brottrekstur Ruben Amorim.
Amorim var látinn fara á mánudagsmorgun eftir stormasamt tímabil og tilkynnti United að breytingin hefði verið nauðsynleg til að hámarka möguleika liðsins á betri lokastöðu í úrvalsdeildinni. Í kjölfarið var staðfest að Fletcher myndi stýra liðinu gegn Burnley í kvöld.
Í gær ræddi Fletcher við fjölmiðla í fyrsta sinn í nýju hlutverki og viðurkenndi að hann hefði fyrst leitað til Sir Alex Ferguson.
„Ég vil ekki taka stórar ákvarðanir án þess að tala við Sir Alex. Hann var líklega fyrsti maðurinn sem ég hringdi í,“ sagði Fletcher. Hann bætti við að hann hefði viljað fá blessun skosku goðsagnarinnar, sem hann fékk.
Það er svo óvissa hver tekur við liðinu. Talið er að United sé að leita að bráðabirgðastjóra áður en félagið ræður mann til frambúðar í sumar.