
Sá sem vakti mesta athygli í sigri Kongó á Botsvana á Afríkukeppni landsliða var án efa stuðningsmaðurinn Kuka Mboladinga, sem stóð allan leikinn og hreyfði sig ekki neitt.
Kongó tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með öruggum 3-0 sigri á Botsvana á þriðjudag. Í stúkunni stal þó Mboladinga senunni. Hann stóð á litlum palli í sömu stellingu allan leikinn, í um 115 mínútur.
Gjörningurinn var tileinkaður Patrice Lumumba, fyrsta forsætisráðherra landsins eftir sjálfstæði frá Belgíu árið 1960, en hann var myrtur ári síðar.
Mynd af þessu er hér að neðan.
DR Congo fan Kuka Muladinga has been spotted standing in a powerful pose during their matches before and during AFCON.
He is imitating Patrice Lumumba, the country’s first prime minister in the early 1960s.
The stance mirrors the pose on Lumumba’s memorial statue in Kinshasa 🫡 pic.twitter.com/qXVl7ylNPS
— ESPN Africa (@ESPNAfrica) December 31, 2025