fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Liðsfélagi Salah í fangelsi

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 2. janúar 2026 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egyptski landsliðsmaðurinn Ramadan Sobhi, sem leikur með Pyramids FC í heimalandinu, hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi vegna prófsvindls.

Samkvæmt egypskum miðlum voru Sobhi og tveir aðrir dæmdir og snýr málið að því að einstaklingum hafi verið greitt fyrir að taka próf við einkaskóla í nafni annarra.

Sá sem tók prófin hlaut einnig eins árs dóm, á meðan einn sakborningur, sem er á flótta, var dæmdur í tíu ára fangelsi. Öryggisvörður í málinu var sýknaður.

Sobhi var handtekinn í júlí eftir að hann sneri heim frá Tyrklandi, þar sem hann hafði verið við æfingar, vegna gruns um fölsun gagna tengdra prófum í ferða- og hótelgreinum. Hann hefur alfarið neitað sök.

Ofan á þetta staðfesti Íþróttadómstóllinn CAS í nóvember fjögurra ára bann Sobhi vegna brota á lyfjareglum, eftir sýni sem tekið var í mars 2024.

Sobhi er 28 ára, hefur leikið 37 landsleiki fyrir Egyptaland og spilaði áður í ensku úrvalsdeildinni með Stoke City og Huddersfield. Hann hefur leikið 21 landsleik með Mohamed Salah, stærstu stjörnu Egypta.

Lögmaður hans hyggst áfrýja dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli
433Sport
Í gær

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni

Þurfti óvænt að fara í hjartaaðgerð eftir skilaboð frá lækni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool vill rifta samningi leikmanns

Liverpool vill rifta samningi leikmanns