
Það er óvissa með þátttöku Declan Rice í leik Arsenal gegn Bournemouth á morgun.
Miðjumaðurinn glímir við hnémeiðsli sem hann varð fyrir í sigri gegn Brighton í þarsíðasta leik, þó hann hafi þá spilað allar 90 mínúturnar þar.
„Það fer eftir því hvernig bólgan verður, hann mögulega spilað. Þetta er að skána og við sjáum hvað setur,“ segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal, en Rice missti af stórsigrinum gegn Aston Villa milli jóla og nýárs vegna meiðslanna.
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fjögurra stiga forskot á Manchester City, sem tapaði stigum gegn Sunderland í gær.