Viktor Gyökeres hefur nú þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Arsenal en nýr söngur sem tengist meintum ástarslitum hans veldur nú smá klemmu fyrir framherjann.
Sænski landsliðsmaðurinn gekk í raðir Arsenal í sumar fyrir 63,5 milljónir punda frá Sporting Lissabon og tók sér hinn goðsagnakennda treyju númer 14, sem Thierry Henry áður klæddist.
Í fyrstu þremur leikjum sínum hefur hann skorað tvö mörk og stuðningsmenn Arsenal hafa tekið nýja framherjanum opnum örmum. „Þeir hafa verið alveg ótrúlegir,“ sagði Gyökeres í landsliðsverkefn með Svíum.
„Þeir hafa sýnt mér mikla hlýju bæði á vellinum og utan hans. Ég er þeim afar þakklátur.“
Stuðningsmenn Arsenal syngja um meint sambandslit hans við portúgölsku leikkonuna og fyrirsætuna Ines Aguiar.
Söngurinn, sem er fluttur við lag Salt-N-Pepa – Push It, inniheldur línuna: „Hann hætti með kærustunni – til að spila í rauðu og hvítu.“
Gyökeres var spurður út í sönginn á blaðamannafundi með sænska landsliðinu en viðbrögð hans voru stutt og þögul „Ég hef engar athugasemdir við þann söng,“ svaraði hann vandræðalega.
Portúgalska slúðurmiðillinn TV Guia greindi frá því í júní að Gyökeres hefði slitið sambandi sínu við Aguiar til að þurfa ekki að ræða flutningana við hana.