fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. september 2025 09:30

Cody Gakpo. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cody Gakpo hefur nú opinberað hversu langan tíma það tók að ná samkomulagi við Liverpool um nýjan samning – á sama tíma og Bayern München sýndi honum mikinn áhuga í sumarglugganum.

Hinn 26 ára hollenski sóknarmaður skrifaði undir nýjan samning við Liverpool síðastliðinn laugardag, sem batt endi á vangaveltur um framtíð hans á Anfield.

Bayern München hafði haft Gakpo á óskalistanum eftir að hafa misst af Florian Wirtz, sem valdi að ganga til liðs við Liverpool frekar en þýsku meistarana.

Gakpo, sem er nú er í landsliðsverkefni með Hollandi tjáði sig um samningsviðræðurnar og sagði þær hafa tekið um það bil eitt ár. „Ég held að það hafi tekið okkur ár en þetta var langt ferli,“ sagði hann.

„Eins og ég skil það þá höfðu þeir (Bayern) áhuga, en í lokin keyptu þeir Luis Díaz. Það er gaman. Auðvitað upplifði ég þetta allt öðruvísi sjálfur.“

„Svona félagaskiptagluggi getur verið stressandi og flókinn fyrir leikmenn og fólkið í kringum þá. En það truflar mig ekki lengur.“

„Það er erfitt, því margt er í gangi. Önnur félög hafa samband við þig, en þú vilt kannski vera áfram hjá núverandi liði. Þetta er erfið staða. Þegar framtíðin er óviss, þá getur þetta orðið mjög flókið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vill komast aftur í enska landsliðið – Var síðast með í Reykjavík en var rekinn heim

Vill komast aftur í enska landsliðið – Var síðast með í Reykjavík en var rekinn heim
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Harmsaga í leit að greiningu veikinda og gafst nánast upp í samtali við eiginkonuna – „Ég vil bara deyja. Ég vil ekki vera byrði“

Harmsaga í leit að greiningu veikinda og gafst nánast upp í samtali við eiginkonuna – „Ég vil bara deyja. Ég vil ekki vera byrði“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Owen botnar ekki neitt í ákvörðun Harry Kane – Kemur með furðulegan punkt

Owen botnar ekki neitt í ákvörðun Harry Kane – Kemur með furðulegan punkt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Haaland andvaka vegna ástandsins í heimabæ sínum og fór á Snapchat um miðja nótt – „Hvað í fjandanum er í gangi?“

Haaland andvaka vegna ástandsins í heimabæ sínum og fór á Snapchat um miðja nótt – „Hvað í fjandanum er í gangi?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnari aldrei liðið eins vel með leikmannahóp – „Æfingarnar eru búnar að vera stórkostlegar“

Arnari aldrei liðið eins vel með leikmannahóp – „Æfingarnar eru búnar að vera stórkostlegar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar búinn að velja – „Andskotinn hafi það, það má alveg hrista upp í þessu“

Arnar búinn að velja – „Andskotinn hafi það, það má alveg hrista upp í þessu“
433Sport
Í gær

Vill ekki ræða viðræðurnar við KSÍ – „Ætla ekki að setja allt í háaloft“

Vill ekki ræða viðræðurnar við KSÍ – „Ætla ekki að setja allt í háaloft“
433Sport
Í gær

Antony segist hafa hafnað einu stærsta félagi Evrópu á lokadögum gluggans

Antony segist hafa hafnað einu stærsta félagi Evrópu á lokadögum gluggans