fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Fyrrum framherji Liverpool látinn – Skoraði í sínum fyrsta leik sem var gegn KR

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. september 2025 09:00

Bobby Graham Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bobby Graham, fyrrverandi framherji og heiðursfélagi hjá Motherwell, er látinn, 80 ára að aldri.

Graham, sem fæddist í Motherwell árið 1944, hóf feril sinn með Liverpool þar sem hann spilaði undir stjórn hins goðsagnakennda Bill Shankly. Hann skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið í 6-1 sigri gegn KR í Evrópukeppni meistaraliða.

Graham sló strax í gegn og skoraði þrennu í sínum fyrsta deildarleik fyrir Liverpool, 5-1 sigur á Aston Villa í september 1964, aðeins tveimur mánuðum fyrir 20 ára afmælið sitt.

Hann lék yfir 100 leiki fyrir Liverpool áður en hann gekk til liðs við Coventry City, þar sem hann dvaldi í tvö ár. Eftir það lá leiðin heim til Skotlands árið 1973, þar sem hann lék fyrir bæði Motherwell og Hamilton.

Hann naut mikillar virðingar á ferlinum, sérstaklega hjá Motherwell, þar sem hann var síðar tekinn inn í frægðarhöll félagsins fyrir framlag sitt innan sem utan vallar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensku drengirnir töpuðu fyrsta leiknum

Íslensku drengirnir töpuðu fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Tottenham – Daniel Levy hætti störfum í dag

Óvænt tíðindi frá Tottenham – Daniel Levy hætti störfum í dag
433Sport
Í gær

Emi Martinez rýfur þögnina eftir að United hætti við að kaupa hann

Emi Martinez rýfur þögnina eftir að United hætti við að kaupa hann
433Sport
Í gær

Bikiní-bomban ratar á forsíðurnar eftir að eiginmaður hennar skipti um vinnu

Bikiní-bomban ratar á forsíðurnar eftir að eiginmaður hennar skipti um vinnu