Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, segir að Marc Guehi sé algjörlega fínn eftir að félagaskipti hans frá Crystal Palace til Liverpool féllu upp fyrir á lokadegi gluggans.
Tuchel staðfesti að rætt hefði verið við leikmanninn eftir atburðinn. „Auðvitað áttum við samtal við hann,“ sagði Tuchel.
„Hann lítur frábærlega út og hefur verið mjög öflugur á æfingum. Hann á að baki mjög góðar viku hvað varðar frammistöðu.“
Liverpool reyndi að tryggja sér þjónustu Guehi á lokadegi gluggans, Guehi fór í læknisskoðun hjá Liverpool en svo hætti Palace við söluna.
„Hann er lykilmaður í velgengni Crystal Palace, fyrirliði og leiðtogi liðsins, og sýndi það sérstaklega undir lok síðasta tímabils.“
„Hann hefur haldið áfram á sömu braut í landsliðsverkefninu og hann tekst á við þessa stöðuaf mikilli virðingu.“