Þórhallur Dan Jóhannsson fyrrum A-landsliðsmaður í knattspyrnu vandar ekki þjálfurum A-landsliðs og U21 árs lið karla kveðjurnar. Þórhallur hefur farið mikinn á Facebook síðustu daga.
Þórhallur er faðir Dags Dan Þórhallssonar sem er leikmaður Orlando í MLS deildinni. Dagur hefur viðloðandi A-landsliðið og hefur spilað sjö leiki.
Dagur er hins vegar ekki í hópnum núna og Þórhallur veltir hlutunum fyrir sér á Facebook. „Það er orðið vel þreytt þetta landsliðsval síðustu ára,“ segir Þórhallur.
Pistilinn skrifaði Þórhallur áður en breytingar voru gerðar á hópnum en Brynjólfur Willumsson var meðal annars kallaður inn í hópinn.
Þórhallur heldur því fram að Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands velji leikmenn í hópinn sem eru hjá Stellar umboðsskrifstofunni. Þar er Bjarki bróðir Arnars virkur í starfi. Hefur þessi saga oft farið af stað síðustu mánuði, Arnar hefur svarað fyrir þetta og sagt það af og frá.
Meira hérna:
Arnar sendir sneið á sérfræðinga – „Þetta er bara bull í raun og veru“
Nokkrum dögum eftir þessa færslu ákvað Þórhallur svo að vaða í Ólaf Inga Skúlason, þjálfara U21 árs landsliðsins.
„Að Amin Cosic og Freyr Sigurðsson séu ekki í 21 árs landsliðinu er rannsóknarefni útaf fyrir sig,“ skrifar Þórhallur og sendir spjótin aftur að Stellar stofunni.
„Mögulega eru þeir ekki hjá „réttu“ umboðsskrifstofunni. Galið Dæmi,“ segir Þórhallur þar.