fbpx
Föstudagur 05.september 2025
433Sport

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. september 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diogo Dalot bakvörður Manchester United er meiddur og hefur þurft að draga sig út úr landsliði Portúgals vegna þess.

Dalot sem er 26 ára gamall var mættur í verkefnið en virðist hafa meitt sig þar.

Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en United mætir Manchester City eftir níu daga í ensku úrvalsdeildinni.

Nuno Tavares bakvörður Lazio og fyrrum bakvörður Arsenal er kallaður inn í hópinn í hans stað.

Portúgal mætir Armeníu og Ungverjalandi í undankeppni HM á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búast við um 6 þúsund manns í Laugardalinn

Búast við um 6 þúsund manns í Laugardalinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnari aldrei liðið eins vel með leikmannahóp – „Æfingarnar eru búnar að vera stórkostlegar“

Arnari aldrei liðið eins vel með leikmannahóp – „Æfingarnar eru búnar að vera stórkostlegar“
433Sport
Í gær

Dagur skrifar undir hjá Val – Klárar tímabilið í Kópavogi

Dagur skrifar undir hjá Val – Klárar tímabilið í Kópavogi
433Sport
Í gær

Vill ekki ræða viðræðurnar við KSÍ – „Ætla ekki að setja allt í háaloft“

Vill ekki ræða viðræðurnar við KSÍ – „Ætla ekki að setja allt í háaloft“