Diogo Dalot bakvörður Manchester United er meiddur og hefur þurft að draga sig út úr landsliði Portúgals vegna þess.
Dalot sem er 26 ára gamall var mættur í verkefnið en virðist hafa meitt sig þar.
Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en United mætir Manchester City eftir níu daga í ensku úrvalsdeildinni.
Nuno Tavares bakvörður Lazio og fyrrum bakvörður Arsenal er kallaður inn í hópinn í hans stað.
Portúgal mætir Armeníu og Ungverjalandi í undankeppni HM á næstu dögum.
Manchester United defender Diogo Dalot has withdrawn from Portugal's World Cup qualifiers with muscle discomfort ❌
The 26-year-old has been replaced in the squad by former Arsenal defender Nuno Tavares. pic.twitter.com/Q5K4QE9AOG
— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2025