Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, vildi ekki fara í saumana á samskiptum Víkings við KSÍ áður en Arnar Gunnlaugsson var ráðinn landsliðsþjálfari.
Arnar tók við í byrjun árs eftir að hafa unnið stórkostlegt starf í Víkinni. Í Íþróttavikunni hér á 433.is var Kári spurður að því hvernig viðræðurnar við KSÍ voru um Arnar.
„Ég ætla ekki að fara að setja allt í háaloft svo við skulum láta það liggja á milli hluta,“ svaraði landsliðsmaðurinn fyrrverandi.
„Það var mjög áhugaverð reynsla skal ég segja,“ bætti hann við.
Arnar er á leið í sína fyrstu leiki í undankeppni HM sem þjálfari. Hann hefur þegar stýrt fjórum leikjum, tveimur í Þjóðadeildinni og tveimur vináttuleikjum. Þrír hafa tapast og einn unnist.
Ísland tekur á móti Aserbaísjan annað kvöld í Laugardalnum og heimsækir svo Frakka á þriðjudagskvöldið.