Í dag er sannkallaður stórleikur í Bestu deild kvenna þegar að FH heimsækir Breiðablik á Kópavogsvelli klukkan 19:15.
Í tilefni leiksins hefur Besta deildin sent frá sér myndband til að vekja athygli á leiknum. Í myndbandinu sjáum við þær Kristínu Dís og Sammy Smith leikmenn Breiðabliks etja kappi við Örnu Eiríks og Andreu Rán leikmenn FH í fótboltagolfi.
Þessi tvö lið mættust einmitt í úrslitum Bikarsins fyrir rétt rúmum tveimur vikum í æsispennandi leik sem endaði með sigri Breiðabliks.