fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
433Sport

Fyrrum liðsfélagi Gylfa Þórs hissa á að sjá ekki nafn hans í landsliðshópnum – „Talandi um reynslu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. september 2025 15:00

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður og nú yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, telur að Gylfi Þór Sigurðsson hefði átt að vera í landsliðshópnum fyrir fyrstu leiki undankeppni HM.

Íslenska landsliðið mætir Aserbaísjan á morgun og Frakklandi á þriðjudag. Arnar kynnti hópinn í síðustu viku en þar var Gylfi, sem er í dag á mála hjá Víkingi, hvergi sjáanlegur. Kári hefði haft hann með.

Kári Árnason. Mynd: DV/KSJ

„Mér fannst það, talandi um reynslu og allt það. Þetta er þekktur sigurvegari og í gríðarlega góðu standi. Allar hlaupatölur sína það. Þær eru brjálæðislega háar og viljinn til að vinna er mikill. Það er ekki spurning að hann átti að gera tilkall,“ sagði hann í Íþróttavikunni á 433.is.

Gylfi er markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands og af mörgum talinn sá besti sem hefur klæðst treyjunni. Hann, ásamt Kára og fleirum, var lykilmaður er Strákarnir okkar fóru á EM 2016 og HM 2018.

„Hann er með svo gríðarleg gæði, fyrsta snertingin er alltaf fullkomin, sendingarnar. Hann hefur ekki komist í nægilega mörg skotfæri hjá okkur og það er það sem maður saknar en það er líka oft múrað fyrir. Það er erfitt að taka skot í gegnum þrjár línur af varnarmönnum.

Hann átti að vera með þarna í mínum huga, ekki spurning,“ sagði Kári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Emi Martinez rýfur þögnina eftir að United hætti við að kaupa hann

Emi Martinez rýfur þögnina eftir að United hætti við að kaupa hann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bikiní-bomban ratar á forsíðurnar eftir að eiginmaður hennar skipti um vinnu

Bikiní-bomban ratar á forsíðurnar eftir að eiginmaður hennar skipti um vinnu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid ætlar að blanda sér í baráttuna um Guehi

Real Madrid ætlar að blanda sér í baráttuna um Guehi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Postecoglou með tvö spennandi tilboð á borðinu

Postecoglou með tvö spennandi tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar sendir sneið á sérfræðinga – „Þetta er bara bull í raun og veru“

Arnar sendir sneið á sérfræðinga – „Þetta er bara bull í raun og veru“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt hafa reynt og reynt við Donnarumma án árangurs

United sagt hafa reynt og reynt við Donnarumma án árangurs
433Sport
Í gær

Jón Dagur: „Þetta er í raun ekki boðlegt“

Jón Dagur: „Þetta er í raun ekki boðlegt“
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor brattur í bongó blíðu – „Ég ætla að fullyrða það“

Guðlaugur Victor brattur í bongó blíðu – „Ég ætla að fullyrða það“