fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
433Sport

Vilja fá Klopp til Sádí Arabíu núna – Ummæli hans gefa þó ekki mikla von

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. september 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sádí-arabíska úrvalsdeildarfélagið Al Ittihad er nú án þjálfara eftir að hafa sagt upp samningi við Laurent Blanc. Uppsögnin kemur í kjölfar 2-0 taps gegn Al Nassr og Cristiano Ronaldo í lykilleik í toppbaráttunni síðastliðinn föstudag.

Félagið tilkynnti brotthvarf Blanc á X-síðu sinni: „Al Ittihad tilkynnir að samningi við aðalþjálfara liðsins, Laurent Blanc, og hans þjálfarateymi hafi verið rift.“

Þrátt fyrir að liðið búi enn að stórstjörnum á borð við Fabinho, N’Golo Kanté og Karim Benzema hefur árangurinn ekki verið í samræmi við væntingar þeirra, liðið varð þó meistari á síðustu leiktíð

Samkvæmt fréttum í Sádi-Arabíu er félagið nú að íhuga óvæntan möguleika, að reyna að fá Jürgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool. Klopp leiddi Liverpool til Meistaradeildartitils og fyrsta Englandsmeistaratitils félagsins í 30 ár.

Klopp er í dag íþróttastjóri Red Bull og er yfir öllum þeim félögum sem eru í eigu þeirra.

Þó er ólíklegt að Klopp gefi kost á sér, miðað við fyrri ummæli hans um vöxt sádi-arabíska boltans. Í september 2023 sagði hann: „Við verðum að vernda leikinn. Þetta snýst ekki bara um deildir, heldur fótboltann sjálfan.“

Klopp hefur einnig viðurkennt að hann hafi ekki fylgst sérstaklega með leikjum í Sádi-Arabíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoðar að taka stóru seðlana í Sádí Arabíu næsta sumar

Skoðar að taka stóru seðlana í Sádí Arabíu næsta sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United sagt vilja öflugan framherja í janúar

United sagt vilja öflugan framherja í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón tóku ólátabelg í fóstur: Allt lék í lyndi en svo fór eiginkonan í helgarferð – Mikil drykkja og svakaleg læti úr svefnherberginu

Hjón tóku ólátabelg í fóstur: Allt lék í lyndi en svo fór eiginkonan í helgarferð – Mikil drykkja og svakaleg læti úr svefnherberginu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn einn ný nálgun hjá Arteta: Vill orrustuflugmann til starfa – „Ef þú segir of mikið, þá ert þú dauður“

Enn einn ný nálgun hjá Arteta: Vill orrustuflugmann til starfa – „Ef þú segir of mikið, þá ert þú dauður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vel sóttur fundur þjálfara í Laugardalnum

Vel sóttur fundur þjálfara í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útlit fyrir að hann verði í Manchester í meira en áratug

Útlit fyrir að hann verði í Manchester í meira en áratug