Real Madrid virðist hafa misst yfirburðastöðu sína í stórleikjum og spænskir fjölmiðlar benda á Jude Bellingham sem hluta af vandanum.
Liðið beið 5-2 afhroð gegn erkifjendunum í Atlético Madrid um helgina, sem er stærsta tap liðsins í Madrídarslag í 75 ár. Tap gegn stórliðum á borð við Barcelona, Arsenal og PSG á síðasta tímabili hefur einnig orðið til þess að fjölmiðlar á Spáni telja „ósigrandi“ ímynd Real vera fallna.
Bellingham lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í þessari viðureign, en stuðningsmannasíður bentu á að hann virtist ekki vera í nægilega góðu formi til að takast á við harðan og líkamlegan slag.
Þó er það nokkuð ósanngjarnt að kenna Englendingnum einum um hann var að snúa aftur eftir aðgerð vegna þráláts axlarmeiðslis sem héldu honum frá keppni í tæpa þrjá mánuði.
Samt héldu spænsku fjölmiðlarnir ekki aftur af sér. „Bellingham var týndur,“ skrifaði Marca.
„Hann er langt frá sínu besta og lítur enn út fyrir að vera á undirbúningstímabili,“ bætti AS við.