Jón Þór Hauksson tekur við Vestra út tímabilið. Þetta kemur fram á Vísi en Davíð Smári Lamude hætti störfum í gær.
Þrír leikir eru eftir af Bestu deildinni en Jón Þór var rekinn frá ÍA fyrr á þessu tímabili en fer nú á Ísafjörð.
Jón Þór var þjálfari Vestra árið 2021 áður en hann hélt aftur heim á Akranes. Vísir segir að það hafi verið stjórn Vestra sem átti frumkvæðið að því að Davíð hætti með liðið.
Davíð Smári gerði Vestri að bikarmeisturum og vann kraftaverk á Ísafirði en lætur af störfum eftir erfitt gengi undanfarið.
Vestri er að berjast fyrir lífi sínu í Bestu deildinni.