fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
433Sport

Jón Þór keyrir til Ísafjarðar og ætlar að bretta upp ermar – „Ég hefði sennilega ekki gert þetta fyrir neinn annan“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. september 2025 11:36

Jón Þór Hauksson er þjálfari ÍA / ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er í takt við þessa deild, hún hefur verið út um allt í allt sumar. Ég var ekki á þeim buxunum að hugleiða það,“ sagði Jón Þór Hauksson sem fékk símtal í gærkvöldi um að taka við Vestra. Stjórn Vestra ákvað þá að láta Davíð Smára Lamude fara.

Jón Þór er að keyra til Ísafjarðar núna og mun stýra síðustu þremur leikjum tímabilsins. Vestri er tveimur stigum frá fallsæti.

„Ég er leiður yfir því að þetta hafi farið svona, ég held að það séu það allir. Þetta er ekki óskaða fyrir neinn, þeir eru að kveðja þjálfara sem hefur náð frábærum árangri fyrir þá. Ég hefði sennilega ekki gert þetta fyrir neinn annan.“

Jón Þór Hauksson - þjálfari Vestra
play-sharp-fill

Jón Þór Hauksson - þjálfari Vestra

Jón Þór stýrði Vestra sumarið 2021 og ætlaði að halda áfram með liðið, í janúar 2022 tók hann hins vegar við ÍA og fannst hann skulda Vestra aðeins.

„Þeir eiga inni hjá mér, það er ekki nokkur spurning. Það er gott að geta hjálpað og vonandi getur maður gert það í þessari stöðu sem þeir eru í, leiðinlegt að hafi endað svona og farið svona. Nú þarf bara að átta sig á stöðunni, sjá hvort maður geti hjálpað til.“

Vestri hefur eftir frábært sumar sogast í fallbaráttu síðustu vikur og Jón Þór þarf að finna út hvað þarf að laga.

„Lengi framan af móti var Vestri eitt af fjórum bestu liðum deildarinnar, ná stórkostlegum árangri í bikarkeppni líka. Eitthvað hefur gerst þar, það er ljóst að mitt hlutverk er að koma og átta mig á stöðunni. Hvað hefur gerst og menn leggist á eitt að leggja mjög hart að sér fyrir þessa þrjá síðustu leiki. Að koma liðinu úr þeim vanda sem það er í.“

Afturelding situr í ellefta sæti með 25 stig, ljóst er að það þarf líklega fleiri stig en áður til að bjarga sér frá falli.

„Það er ljóst að þau tvö lið sem falla verða með meiri stigafjölda en áður hefur þekkst, þessi deild hefur verið ótrúleg. Hún hefur spilast á ótrúlegan hátt, HK féll í fyrra með 25 stig og við í Skaganum gerðum það um árið. Það þarf fleiri stig í ár, það er ærið verkefni.“

Jón Þór missti starf sitt sem þjálfari ÍA um mitt sumar og hefur notað tímann vel. „Þær vikur hafa farið í það að enduruppgötva hluti sem maður hefur ekki gert síðan maður stofna fjölskyldu, eyða sumrinu með þeim. Maður hefur verið að uppgötva hluti í fjölskyldulífinu hafa ekki verið áður, það hefur verið endurnærandi og góður tími.“

Viðtalið við Jón Þór má hlusta á í heild hér að ofan og neðan.

Jón Þór Hauksson - þjálfari Vestra
play-sharp-fill

Jón Þór Hauksson - þjálfari Vestra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoðar að taka stóru seðlana í Sádí Arabíu næsta sumar

Skoðar að taka stóru seðlana í Sádí Arabíu næsta sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United sagt vilja öflugan framherja í janúar

United sagt vilja öflugan framherja í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón tóku ólátabelg í fóstur: Allt lék í lyndi en svo fór eiginkonan í helgarferð – Mikil drykkja og svakaleg læti úr svefnherberginu

Hjón tóku ólátabelg í fóstur: Allt lék í lyndi en svo fór eiginkonan í helgarferð – Mikil drykkja og svakaleg læti úr svefnherberginu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn einn ný nálgun hjá Arteta: Vill orrustuflugmann til starfa – „Ef þú segir of mikið, þá ert þú dauður“

Enn einn ný nálgun hjá Arteta: Vill orrustuflugmann til starfa – „Ef þú segir of mikið, þá ert þú dauður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vel sóttur fundur þjálfara í Laugardalnum

Vel sóttur fundur þjálfara í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útlit fyrir að hann verði í Manchester í meira en áratug

Útlit fyrir að hann verði í Manchester í meira en áratug
Hide picture