fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
433Sport

Haaland segir frá því hvernig ástarsambandið hófst – Hún hafði frumkvæðið með einkaskilaboðum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. september 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Haaland, framherji Manchester City, hefur opinberað hvernig samband hans og kærustunnar Isabel Haugseng Johansen hófst og það var hún sem tók fyrsta skrefið.

Í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK, sem verður hluti af viðtalsseríunni A-laget, svarar Haaland fjölbreyttum og persónulegum spurningum. Þar á meðal eru spurningar um hárvörur, dauðann, Pep Guardiola og kvöldmat með Köngulóarmanninum.

Í stuttu myndbroti úr viðtalinu var Haaland spurður út í hvernig sambandið við Isabel byrjaði. Þar greinir hann frá því að hún hafi haft frumkvæðið: „Hún sendi mér skilaboð,“ sagði Haaland. „Við spiluðum bæði með Bryne.“

„Hún var sú sem hafði augastað á mér. Ég var ekki sá sem hafði augastað á henni.“

Haaland og Isabel, sem er þremur árum yngri en hann, kynntust í yngri flokkum Bryne, þar sem Haaland hóf feril sinn aðeins fimm ára og dvaldi í rúmlega áratug.

Þau hófu samband sitt þegar Haaland lék með Borussia Dortmund, og Isabel heimsótti hann reglulega til Þýskalands. Síðan þá hefur hún oft sést með honum, meðal annars í titilveislu City.

Parið eignaðist sitt fyrsta barn saman í desember síðastliðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jón Þór tekur við Vestra – Af frumkvæði stjórnar Vestra að Davíð hætti

Jón Þór tekur við Vestra – Af frumkvæði stjórnar Vestra að Davíð hætti
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þessar skiptingar Amorim í hverjum leik að gera alla brjálaða

Þessar skiptingar Amorim í hverjum leik að gera alla brjálaða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lést aðeins 19 ára um helgina – Fékk höfuðhögg og fór í hjartastopp í kjölfarið

Lést aðeins 19 ára um helgina – Fékk höfuðhögg og fór í hjartastopp í kjölfarið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spáir fyrir um framtíð Gerrard og telur að þetta gæti hentað öllum

Spáir fyrir um framtíð Gerrard og telur að þetta gæti hentað öllum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rotturnar í Sviss mjög ágengar – „Aldrei séð annað eins“

Rotturnar í Sviss mjög ágengar – „Aldrei séð annað eins“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur var stundum sagður hrokafullur en virðist hafa lært mikið í heimi kvenna – „Ég held að þetta sé góð ráðning“

Ólafur var stundum sagður hrokafullur en virðist hafa lært mikið í heimi kvenna – „Ég held að þetta sé góð ráðning“
433Sport
Í gær

Athyglisverð staða í Hafnarfirði – „Án útskýringa lítur þetta furðulega út“

Athyglisverð staða í Hafnarfirði – „Án útskýringa lítur þetta furðulega út“
433Sport
Í gær

Kane virðist slökkva í sögusögnunum

Kane virðist slökkva í sögusögnunum