fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
433Sport

Carraghar ekkert að skafa af því – Segir United að reka Amorim sem allra fyrst

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. september 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, ætti að yfirgefa félagið sem allra fyrst og binda endi á hörmungarkennda stjóratíð sína, að mati Jamie Carragher.

Goðsögn Liverpool, sem ræddi stöðu mála í Manchester United í Monday Night Football, lét mjög gagnrýnin orð falla um slæma byrjun tímabilsins og frammistöður liðsins undir stjórn portúgalska stjórans.

Carragher telur að Amorim, sem stýrði United í 15. sæti á síðasta tímabili og hefur nú aðeins lyft liðinu í 14. sæti, verði að víkja.

3-1 tap gegn Brentford um helgina var enn eitt áfallið í röð margra og jók pressuna á stjórann til muna.

„Ég held að hann sé enn í starfi vegna þess að stjórnendur Manchester United hafa gert svo mörg mistök, bæði innan sem utan vallar, að þeir vilja einfaldlega ekki viðurkenna að þeir hafi gert enn eitt,“ sagði Carragher.

„Þetta hefur verið algjör hörmung, bæði fyrir Manchester United og Ruben Amorim. Það sem hann gerði hjá Sporting var frábært og hann leit út fyrir að vera næsta stóra nafn í þjálfun. En að ráða þjálfara með svona kerfi hentaði aldrei hefðum Manchester United.“

„Því fyrr sem félagið tekur ákvörðun um stjórann, því betra fyrir alla. Þetta hefur verið hörmung, ekki bara fyrir félagið heldur líka fyrir stjórann.“

„Við erum í raun bara að bíða eftir hinu óumflýjanlega. Þú vilt ekki sjá fólk missa vinnuna, en þetta þarf að enda sem allra fyrst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spáir fyrir um framtíð Gerrard og telur að þetta gæti hentað öllum

Spáir fyrir um framtíð Gerrard og telur að þetta gæti hentað öllum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dollan á leið aftur í Víkina eftir bilaða dramatík í Garðabæ – Geta orðið meistarar næstu helgi

Dollan á leið aftur í Víkina eftir bilaða dramatík í Garðabæ – Geta orðið meistarar næstu helgi