KSÍ hélt árlegan yfirþjálfarafund í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum síðastliðinn fimmtudag og var hann vel sóttur miðað við upplýsingar frá sambandinu.
Á fundinum var farið yfir landsliðsmál þar sem Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla, fór yfir hvernig æfingalota yngri landsliða er útfærð.
Þórhallur Siggeirsson, þjálfari U19 ára landsliðs karla, sagði þá frá því hvernig undirbúningur landsliðsglugga fer fram og hvernig unnið er inni í landsliðsglugga.
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, fór yfir mótamál yngri flokka sem og dómaramál yngri flokka.