fbpx
Mánudagur 29.september 2025
433Sport

Rotturnar í Sviss mjög ágengar – „Aldrei séð annað eins“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. september 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mögulega þarf að færa leik í undankeppni -í HM kvenna eftir að rotturnar tóku yfir leikvanginn sem átti að hýsa hann.

Sviss á að mæta Svíþjóð þann 15. nóvember á Stade de Genève, heimavelli Servette sem leikur í efstu deild Sviss.

En samkvæmt frétt Tribune de Genève hefur völlurinn orðið fyrir mikilli rottuplágu. Skepnurnar hafa grafið hundruð hola í leikvanginum, nagað rafmagnsvíra og valdið skemmdum á auglýsingaskiltum.

Pierre-Yves Bovigny, grasvallaráðgjafi hjá svissneska knattspyrnusambandinu, sagði í samtali við fjölmiðla:

„Ég hef starfað við þetta í yfir 20 ár og hef aldrei séð völl verða fyrir árás af völdum rotta í Sviss. Ég hef aldrei séð annað eins, Þetta er áhyggjuefni fyrir sambandið með tilliti til gæði vallarins.“

Hann bætti við að vonast væri til að aðgerðir sem nú þegar eru í gangi til að ráða niðurlögum meindýranna muni bera árangur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Létu Blanc fara um helgina – Stór nöfn orðuð við starfið

Létu Blanc fara um helgina – Stór nöfn orðuð við starfið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum stjarna nær óþekkjanleg – Viðstaddir tóku ekki eftir því hver hann var

Fyrrum stjarna nær óþekkjanleg – Viðstaddir tóku ekki eftir því hver hann var
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Högg í maga hins almenna Íslendings ef þetta gengur eftir

Högg í maga hins almenna Íslendings ef þetta gengur eftir
433Sport
Í gær

Gunnar Heiðar ekki áfram í Njarðvík

Gunnar Heiðar ekki áfram í Njarðvík
433Sport
Í gær

Hugnast ekki hugmyndin en KSÍ veitir ekki af peningnum

Hugnast ekki hugmyndin en KSÍ veitir ekki af peningnum