Gareth Ainsworth, knattspyrnustjóri Gillingham, mun stíga tímabundið til hliðar frá starfi sínu þar sem hann fer í hjartaaðgerð á næstu dögum. Hann verður frá í nokkrar vikur á meðan hann jafnar sig eftir aðgerðina.
Richard Dobson, aðstoðarmaður Ainsworth til margra ára, mun taka við stjórn liðsins í fjarveru hans. Þeir félagar hafa unnið saman í gegnum tíðina hjá Wycombe, QPR og Shrewsbury, og þekkja vel til hvor annars.
Heilsuvandamálið kom í ljós við reglubundna heilsufarsrannsókn á vegum League Managers’ Association (LMA) í maí síðastliðnum.
„Ég fór í LMA heilsufarskoðun í maí og þá fundu þeir eitthvað varðandi hjartað mitt,“ sagði Ainsworth.
„Ég þarf að fara í hjartaaðgerð í vikunni. Þetta hljómar dramatískt, en þetta er venjuleg aðgerð sem þeir framkvæma reglulega.“
„Þetta hefur allt verið vel skipulagt. Styðjið Dobbo og liðið þau munu stíga upp.“