fbpx
Mánudagur 29.september 2025
433Sport

Kane virðist slökkva í sögusögnunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. september 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane virðist ekki vera á förum frá Bayern Munchen þrátt fyrir orðróma um endurkomu í ensku úrvalsdeildina.

Kane skoraði tvö mörk í 4-0 sigri á Werder Bremen á föstudag og varð þar með fljótasti leikmaðurinn til að ná 100 mörkum fyrir eitt lið í efstu deildum Evrópu á þessari öld. Hann náði þessum áfanga í aðeins 104 leikjum og sló þar með met Cristiano Ronaldo og Erling Haaland.

Í viðtali eftir leikinn sagði Kane að hann væri mjög ánægður í Munchen og útilokaði ekki að ræða nýjan samning þar.

„Við getum örugglega talað um það. Ég á næstum tvö ár eftir og enginn er að stressa sig. Ég er sáttur og félagið er sátt,“ sagði enski landsliðsfyrirliðinn, sem er samningsbundinn Bayern til 2027.

Í síðustu viku var mikið fjallað um sérstakt ákvæði í samningi Kane sem gæti gert Tottenham kleift að fá hann aftur fyrir 57 milljónir punda. Thomas Frank, stjóri Spurs, sagði að Kane væri alltaf velkominn aftur en bætti við að hann sæi hann frekar spila áfram í Þýskalandi.

Kane hefur byrjað tímabilið frábærlega og er með 19 mörk í 13 leikjum fyrir félagslið og landslið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool skoðar arftaka Konate

Liverpool skoðar arftaka Konate
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mikill hiti eftir dramatíkina fyrir norðan í gær – Myndband

Mikill hiti eftir dramatíkina fyrir norðan í gær – Myndband
433Sport
Í gær

Gunnar Heiðar ekki áfram í Njarðvík

Gunnar Heiðar ekki áfram í Njarðvík
433Sport
Í gær

Hugnast ekki hugmyndin en KSÍ veitir ekki af peningnum

Hugnast ekki hugmyndin en KSÍ veitir ekki af peningnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrósar Frey í hástert – „Hann er að skapa geðveika stemningu“

Hrósar Frey í hástert – „Hann er að skapa geðveika stemningu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fara í öryggisúttekt á mörgum stöðum eftir andlát vikunnar

Fara í öryggisúttekt á mörgum stöðum eftir andlát vikunnar