Víkingur er komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn eftir ótrúlega dramatík í Garðabæ. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði sigurmarkið á 96 mínútu.
Örvar Eggertsson kom Stjörnunni yfir strax á annari mínútu en nokkrum mínútum síðar jafnaði Helgi Guðjónsson fyrir gestina.
Það var svo Nikolaj Hansen sem kom gestunum úr Víkinni yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks.
Allt stefndi í sigur Víkings og að liðið væri komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn þegar Stjarnan jafnaði.
Örvar var harður í vítateig Víkings og jafnaði með marki eftir fyrirgjöf og héldu flestir að stigið væri komið í hús.
Á 96 mínútu missti Samúel Kári Friðjónsson boltann í öftustu línu og Valdimar Þór Ingimundarson fór einn í gegn og skoraði. Sigurinn í höfn og Víkingar svo gott sem orðnir Íslandsmeistarar.
Víkingur er með sjö stiga forskot á Stjörnuna og Val þegar þrír leikir eru eftir og getur orðið Íslandsmeistari næstu helgi gegn FH. Með sigri þar verður Víkingur Íslandsmeistari í þriðja sinn á fimm árum og nú á fyrsta tímabili Sölva Ottesen.