fbpx
Laugardagur 27.september 2025
433Sport

Íslandsvinur varpar sprengju – Margir aðdáendur í sárum

433
Laugardaginn 27. september 2025 09:00

Jade Gentile eða Jasmyn Nyx.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi knattspyrnukonan og Wrestling-stjarnan Jazmyn Nyx hefur tilkynnt að hún sé hætt í fjölbragðaglímu til að kanna ný tækifæri. Aðdáendur hennar eru sagðir sárir yfir ákvörðuninni.

Nyx, sem heitir réttu nafni Jade Gentile og er 27 ára, spilaði áður fótbolta fyrir Aftureldingu hér á landi áður en hún sneri sér að fjölbragðaglímu síðla árs 2022.

Meira
Eyddi sumrinu í Mosfellsbæ en nú eru augu heimsins á henni

Í myndbandi sem hún birti á TikTok fyrir 45 þúsund fylgjendur sína útskýrði hún ákvörðunina: „Ég mun ekki skrifa undir nýjan samning við WWE. Þetta er persónuleg ákvörðun sem ég varð að taka fyrir sjálfa mig og framtíð mína. Samningurinn sem mér var boðinn næstu þrjú árin hefði einfaldlega ekki dugað fjárhagslega og það er í lagi.“

Nyx bætti við að hún hafi áður þurft að hafna mörgum verkefnum vegna skuldbindinga við WWE, en að hún sjái nú fram á frelsi til að taka þátt í þeim.

„Ég elska alla aðdáendur mína. Takk fyrir að styðja mig og standa með mér þessi síðustu þrjú ár. Þetta hefur verið ótrúlegt ferðalag og ég mun sakna ykkar.“

Gentile útilokaði hún að hún myndi opna OnlyFans-síðu þrátt fyrir að margir aðdáendur hafi hvatt hana til þess. Segir hún þá að þjálfunin sem fylgdi fjölbragðaglímunni hafi verið sú erfiðasta.

„Það er ótrúlega krefjandi. Ég hélt alltaf að fótbolti væri erfiðasta íþróttin, þar færðu hörðustu tæklingarnar. En þegar ég byrjaði hér fann ég strax að þetta reynir meira á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tottenham strax farið að plana að ganga frá kaupunum

Tottenham strax farið að plana að ganga frá kaupunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar

Vondar fréttir af Cole Palmer sem fær hvíld næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einn sá besti leggur skóna á hilluna í lok árs

Einn sá besti leggur skóna á hilluna í lok árs