Leikstíll Arsenal á þessari leiktíð hefur verið til umræðu en Mikel Arteta stjóri liðsins hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir það.
Arsenal er með marga stóra og sterka leikmenn og hafa náð að gera vel í föstum leikatriðum.
Ein tölfræði vekur nokkra athygli en það er það Riccardo Calafiori hefur átt flestar marktilraunir af leikmönnum liðsins.
Calafiori er miðvörður að upplagi en spilar sem bakvörður hjá Arteta og hefur átt tíu tilraunir á mark andstæðinganna í fimm leikjum í deildinni.
Vekur það nokkra athygli að varnarmaður sé með flestar tilraunir á markið hjá jafn öflugu liði og Arsenal.
Riccardo Calafiori has had more shots on goal (10) than ANY other Arsenal player in the Premier League this season. 👀💥 pic.twitter.com/rE1fCRazHF
— WhoScored (@WhoScored) September 22, 2025