Maður fannst látinn fyrir utan heimavöll skoska stórliðsins Hearts í Edinborg um helgina.
Snemma á sunnudagsmorgun var kallað til lögreglu eftir að maðurinn hafði fundist. Var hann úrskurðaður látinn á staðnum.
Lögregla gaf svo út tilkynningu þar sem andlátið er sagt óútskýrt, enn sem komið er. Eðlilega hefur málið vakið óhug í samfélaginu.
Leikvangurinn heitir Tynecastle Park og er sögufrægur. Opnaði hann fyrst 1886 en hefur reglulega farið í endurbætur síðan þá.
Hearts deildir toppsæti skosku úrvalsdeildarinnar með Celtic þegar fimm umferðir hafa verið leiknar.