fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Óhugnanlegt myndband náðist um helgina – Réðst á manninn sem hefur ekki farið í klippingu lengi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. september 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmaður Manchester United, Frank Ilett, sem hefur vakið athygli fyrir að neita að klippa hárið sitt þar til liðið vinnur fimm leiki í röð, varð fyrir líkamsárás frá öðrum stuðningsmanni á Old Trafford um helgina.

Ilett, 29 ára, hóf svokallaða „United Strand“ áskorun þann 5. október í fyrra. Þar hét hann því að láta hárið vaxa þar til United næði fimm sigrum í röð. Markmiðið var bæði að vekja athygli og safna fé til góðgerðarmála.

Hárið hans hefur nú náð yfir 18 sentímetra í lengd og hefur hann hlotið mikla athygli á samfélagsmiðlum vegna áskorunarinnar.

En viðvera hans á leik Manchester United og Chelsea fór úr böndunum, þegar hann lenti í harkalegum árekstri við annan stuðningsmann í anddyri Old Trafford.

Á myndbandi sem fór á flug á samfélagsmiðlum má sjá Frank í góðu skapi að spjalla við aðra stuðningsmenn þar til maður gengur að honum, grípur í hárið hans og hristir það af mikilli hörku.

Frank reynir að hörfa en maðurinn heldur áfram að toga í hárið hans, þar til aðrir stuðningsmenn grípa inn í og stöðva manninn.

Sá reiði lætur þá út úr sér ókvæðisorð og öskrar: „Ég geri það sem e´g vil, hann er ekki einu sinni stuðningsmaður liðsins. Faðrðu til fjandans,“ segir maðurinn við aðila sem reyndi að stoppa hann.

Maðurinn reynir svo aftur að nálgast Ilett en er haldið aftur af öðrum stuðningsmönnum. Frank hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvikið, en myndbandið hefur vakið mikla reiði meðal stuðningsmanna félagsins á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið

Hvernig leikmenn Arsenal fögnuðu í gær vekur umtal – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta

Svartnætti í Vesturbæ – Telur að meðvirkni með Óskari sé að reynast dýrkeypt og óttast það versta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar

Sveindís Jane á erfitt með að taka undir orðræðu margra Íslendinga í sumar
433Sport
Í gær

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað