Átta leikir fóru fram í 32-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.
Á Anfield byrjaði Alexander Isak gegn Southampton og skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir Liverpool á 43. mínútu. Hugo Ekitike kom inn á fyrir hann í hálfleik og kom hann Liverpool yfir á ný á 85. mínútu, skömmu eftir að Shea Charles hafði jafnað fyrir Southampton.
Ekitike fékk að vísu sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að fara úr treyjunni eftir að hafa skorað markið.
Chelsea vann þá 1-2 sigur á Lincoln með mörkum Tyrique George og Facundo Buonanotta, sem var að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið.
Úrvalsdeildarliðin Brighton, Fulham og Wolves fóru einnig áfram, en hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.
Liverpool 2-1 Southampton
Barnsley 0-6 Brighton
Burnley 1-2 Cardiff
Fulham 1-0 Cambridge
Lincoln 1-2 Chelsea
Wigan 0-2 Wycombe
Wolves 2-0 Everton
Wrexham 2-0 Reading