Patrick Bamford virðist nálgast það óvænt að ganga í raðir Getafe á Spáni.
Framherjinn var leystur undan störfum hjá Leeds í síðasta mánuði þar sem hann var ekki í áætlunum stjórans Daniel Farke.
Nú er Bamford á leið í viðræður við Getafe sem spilar í La Liga, efstu deild Spánar.
Bamford var í nokkur ár algjör lykilmaður fyrir Leeds og sló í gegn eftir að liðið kom upp í ensku úrvalsdeildina 2020.