Alexander Isak er kominn á blað fyrir Liverpool í sínum þriðja leik fyrir félagið.
Isak er í byrjunarliði Liverpool sem nú spilar gegn Southampton í deildabikarnum. Staðan er 1-0 í hálfleik.
Sænski framherjinn, sem kom frá Newcastle á um 130 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans, gerði markið eftir mistök í vörn Dýrlinganna.