fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Donnarumma vekur athygli – Leikur í ódýrari útgáfu af treyju City

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. september 2025 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gianluigi Donnarumma hefur vakið athygli fyrir óvenjulegt atriði í fyrstu leikjum sínum fyrir Manchester City hann lék nefnilega í ódýrri eftirlíkingu af leikmannabúningi félagsins.

Donnarumma, sem er 26 ára, gekk til liðs við City í sumar frá Paris Saint-Germain fyrir 26 milljónir punda eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliði PSG, þrátt fyrir að hafa unnið þrennuna á síðasta tímabili.

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn lék sinn fyrsta leik fyrir City fyrir tveimur vikum gegn erkifjendum Manchester United á Etihad-leikvanginum. Þar hélt hann markinu hreinu og hjálpaði City að vinna 3-0 í Manchester-slagnum í ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt Footy Headlines var Donnarumma hins vegar ekki í venjulegum leikmannabúningi í þeim leik heldur í replica-bol, almennri útgáfu sem seld er til stuðningsmanna.

Þar kemur fram að bolurinn hafi borið bæði Puma- og Man City-merki, en hann hafi verið lausari að sniði og ekki með sömu eiginleika og þeir búningar sem leikmenn liðsins venjulega nota á vellinum.

Það sama á við um hans annan leik í ensku deildinni, Donnarumma hefur því spilað fyrstu tvo leiki sína í óhefðbundnum búningi, sem er afar sjaldgæft á þessu stigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Moyes vill fá fyrrum bakvörð United sem er án félags

Moyes vill fá fyrrum bakvörð United sem er án félags
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea gæti samið við markvörð strax í janúar

Chelsea gæti samið við markvörð strax í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dembele vann Ballon d’Or kjörið í kvöld – Yamal endaði í öðru sæti

Dembele vann Ballon d’Or kjörið í kvöld – Yamal endaði í öðru sæti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birtir morðhótun sem hann fékk í gær eftir að hafa birt myndir af fólki

Birtir morðhótun sem hann fékk í gær eftir að hafa birt myndir af fólki
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ungir Íslendingar í eldlínunni í fyrramálið

Ungir Íslendingar í eldlínunni í fyrramálið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur