Barcelona vill semja endanlega við Marcus Rashford næsta sumar en er ekki til í að greiða of mikið fyrir hann.
Rashford hefur farið vel af stað á láni hjá Börsungum frá Manchester United, hvar hann var ekki inni í myndinni lengur.
Barcelona getur svo keypt enska sóknarmanninn næsta sumar á hátt í 40 milljónir punda. Vill félagið þó sjá United lækka þann vermiða vel.
Ef marka má nýjustu fréttir sér spænska félagið fyrir sér að greiða í kringum 25 milljónir punda fyrir hinn 27 ára gamla Rashford næsta sumar.