Roberto Olabe er að taka við af Monchi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Aston Villa.
Olabe hefur gert góða hluti í þessu starfi hjá Real Sociedad, þar sem hann fékk til dæmis Alexander Isak til félagsins og seldi hann aftur dýrt.
Þá starfaði Olabe með Unai Emery, nú stjóra Villa, hjá Almeria fyrr á ferlinum. Þeir þekkjast því vel.
Monchi var ráðinn fyrir tveimur árum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu og hefur verið nánasti bandamaður Emery. Á hans vakt tryggði Villa sér sæti í Meistaradeildinni árið 2024 og komst svo í 8-liða úrslit keppninnar á síðasta tímabili.
Þrátt fyrir árangurinn á vellinum hefur Monchi fengið misjafnt mat fyrir störf sín á leikmannamarkaðnum. Villa hefur selt vel, Jhon Duran, Jacob Ramsey og Jaden Philogene fyrir samtals um 130 milljónir punda en fjárfestingarnar hafa ekki alltaf skilað sér.
Félagið hefur eytt stóru fjárhæði í leikmenn eins og Amadou Onana, Ian Maatsen og Donyell Malen, en enginn þeirra hefur náð að festa sig í sessi sem lykilmaður í byrjunarliði Emery.