Ruben Amorim stjóri Manchester United hefur látið félagið vita af því að hann vilji að það sé í forgangi að kaupa nýjan markvörð á næsta ári.
United keypti Senne Lammens frá Antwerp í Belgíu á dögunum en hann situr sem fastast á bekknum.
Altay Bayindir stendur í markinu en samkvæmt Manchester United Evening News vill Amorim fara í breytingar.
Hann telur að félagið þurfi að finna markvörð sem er hæfur í það að fara beint inn í markið og vera fyrsti kostur.
Amorim missti alla trú á Andre Onana á síðustu leiktíð og var hann lánaður til Tyrklands í sumar.
Staðarblaðið í Manchester segir að United muni skoða þessi mál og mögulega láta til skara skríða í janúar, sé einhver góður kostur í boði.