Þjálfari Villarreal, Marcelino, segir miðjumanninn Thomas Partey vera í réttu andlegu jafnvægi til að spila gegn Tottenham í Meistaradeildinni aðeins örfáum klukkustundum áður en hann þarf að mæta fyrir dóm vegna ákæru um nauðgun.
Partey, sem gekk til liðs við Villarreal frá Arsenal á frjálsri sölu í sumar, á að mæta fyrir Southwark Crown Court í London á miðvikudagsmorgun.
32 ára gamli Gana-landsliðsmaðurinn er ákærður fyrir fimm nauðganir gegn tveimur konum og eitt kynferðisbrot gegn þriðju konunni.
Áður en til þess kemur er hann þó í leikmannahópi Villarreal sem mætir Tottenham á Tottenham Hotspur leikvanginum á þriðjudagskvöld, í opnunarleik liðsins í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið.
„Ég er fullviss um að hann sé andlega tilbúinn til að spila þennan leik,“ sagði Marcelino á blaðamannafundi fyrir leikinn.
„Hann verður klár í slaginn. Við erum mjög ánægð með að hafa Thomas með okkur bæði fyrir fótboltagetu hans og sem einstakling.“
„Hann er frábær leikmaður með mikla reynslu. Hann hefur spilað með stórum liðum og við vitum að hann býr yfir mikilli getu og hágæða leikstíl.“