fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. september 2025 11:30

Rio Ferdinand

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand hefur lýst yfir áhyggjum sínum af einum leikmanni Manchester United, aðeins nokkrum viku eftir komu hans til félagsins í sumar.

Lið Ruben Amorim hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabilsins og þurfti að bíða fram í þriðju umferð í ensku úrvalsdeildinni eftir fyrsta sigri tímabilsins

Eftir landsleikjahlé tókst ekki að byggja ofan á þann sigur og tapaði liðið 3-0 gegn nágrönnunum í Manchester City í leik sem skorti alla baráttu og hugmyndaflug.

Manchester United goðsögnin Rio Ferdinand sagði í hlaðvarpsþættinum sínum að hann hefði sérstakar áhyggjur af einum nýliða, framherjanum Benjamin Sesko.

„Sá sem ég hef áhyggjur af er Sesko,“ sagði Ferdinand. „Hann fær engin færi, ekkert er skapað fyrir hann.“

„Það er áhyggjuefni. Þegar nýr sóknarmaður kemur til félagsins, þá verður liðið að hugsa um að skapa tækifæri fyrir hann. Hann þarf að komast í stöður þar sem hann getur klárað.“

„Það þarf að laga þetta og það strax. Ég vil ekki hugsa til þess hvernig þetta gæti þróast.“

Ferdinand bætti við að þó United hafi tapað áður fyrir City, þá hafi eitthvað við frammistöðuna um helgina verið sérstaklega slæmt.

„Maður brotnar saman að horfa á United svona,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson