Andre Onana var valinn maður leiksins í fyrsta leik með Trabzonsbor í Tyrklandi.
Onana gekk í raðir félagsins á láni frá Manchester United á dögunum eftir tvö ansi erfið ár á Old Trafford.
Trabzonsbor tapaði 1-0 fyrir Fenerbahce í gær en Onana var þó valinn bestur. Varði hann átta skot í leiknum og hélt liði sínu á floti manni færri, eftir því sem fram kemur í miðlum þar ytra.
Stuðningsmenn United brugðust hissa á þessum tíðindum í gær í ljósi þess hvernig Onana stóð sig á Old Trafford.
„Þetta getur ekki verið,“ skrifaði einn netverji til að mynda en annar sagði: „Manchester United er vandamálið.“