fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

433
Mánudaginn 15. september 2025 12:19

Magnús Orri Marínarson Schram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Orri Schram, formaður knattspyrnudeildar KR segir það ekki það versta í heimi falli liðið úr Bestu deild karla. Þetta kemur fram í viðtali við Fótbolta.net.

KR fékk 7-0 skell gegn Víkingi á heimavelli í gær og margir stuðningsmenn KR svartsýnir upp á framhaldið. Fimm leikir eru eftir, deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta eftir leiki kvöldsins.

KR er í þriðja neðsta sæti deildarinnar en fara niður í fallsæti vinni Afturelding sigur á ÍA í kvöld.

„Það er ekki það versta í heimi. Að sjálfsögðu förum við þannig inn í framhaldið að við ætlum okkur ekki að falla,“ segir Magnús Orri í viðtali við Fótbolta.net og segir að Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari liðsins sé öruggur í starfi.

„Við munum gera okkar allra besta til þess að svo gerist ekki. KR varð Íslandsmeistari 2000 og 2002 en gat fallið 2001, björguðum okkur í síðasta leik. Við höfum prófað ýmislegt, fyrstu 30 árin af minni ævi upplifði ég fall; við unnum ekki neitt í 30 ár. Alls konar lið hafa fallið og komið sterk til baka.“

Hann segir KR á réttri leið. „Við erum að upplifa það núna að þetta sé sárt, en til langs tíma litið erum við á réttri leið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Í gær

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann

Lék með Arnari fyrir 15 árum – Hefur þetta að segja um landsliðsþjálfarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik
433Sport
Fyrir 3 dögum

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Fyrir 3 dögum

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“