fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

433
Sunnudaginn 14. september 2025 17:30

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson er að leggja skóna á hilluna eftir meira en 500 leiki á Íslandi, tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og fleira til. Guðjón fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Guðjón gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2016, þá í annað skiptið á ferlinum. Hafði hann átt þrjú góð ár hjá Breiðabliki en var afar spenntur fyrir því að starfa með þjálfurunum Ólafi Jóhannessyni og Sigurbirni Hreiðarssyni.

Sigurbjörn Hreiðarsson.

„Mér leist ógeðslega vel á Óla og Bjössa. Bjössi var einn af leiðtogunum í liðinu sem ég var í hjá Val áður. Og ég vissi að þetta væri góð ákvörðun,“ sagði Guðjón.

„Óli er sölumaður dauðans, góður í kjaftinum og spilar fótbolta sem ég kann mjög að meta. Ég eiginlega hoppaði á þetta um leið og það var í boði. Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt og það var ótrúlega flottur kjarni, það var verið að smíða vel spilandi lið.“

Guðjón hafði rétt fyrir sér en Valur varð bikarmeistari 2016 og svo Íslandsmeistari tvö ár í röð þar á eftir.

Viðtalið í heild er í spilaranum og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur

Frábær gluggi hefur áhrif á landann – Miðar rjúka út eins og heitar lummur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal