fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Guðjón segir frá eftirsjá á ferlinum – „Ég var bara barnalegur“

433
Sunnudaginn 14. september 2025 12:30

Guðjón Pétur Lýðsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson er að leggja skóna á hilluna eftir meira en 500 leiki á Íslandi, tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og fleira til. Guðjón fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Guðjón fór í atvinnumennsku til Helsingborg í Svíþjóð árið 2011 en tveimur árum áður bauðst honum að koma til Werder Bremen í Þýskalandi og spila með varaliðinu. Hafnaði hann því til að spila með uppeldisfélagi sínu, Haukum, í efstu deild í fyrsta sinn.

„Ég fékk boð um að fara þangað en fannst ekki nógu gott að vera í þriðju deild í Þýskalandi með varaliði Werder Bremen. Það er alveg smá eftirsjá af því. En mig langaði að vera með Haukum í efstu deild í fyrsta skiptið.“

Þarna voru stór nöfn hjá Werder, til að mynda Mesut Özil, sem átti eftir að gera garðinn frægan með Real Madrid og Arsenal.

„Ég var bara barnalegur og ekki með umboðsmann eða neitt. Það var kannski ekki alveg nógu góð hugsun á bak við þetta,“ sagði Guðjón.

Viðtalið í heild er í spilaranum og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar