Samkvæmt Liverpool Echo er Liverpool byrjað að skoða hvað sé hægt að gera fyrir liðið á næstu leiktíð.
Þar segir að Liverpool sé farið að horfa til Michael Olise kantmanns FC Bayern.
Segir í grein Liverpool Echo að félagið horfi á franska kantmanninn sem mögulegan arftaka fyrir Mo Salah.
Salah verður 34 ára á næstu leiktíð og ljóst að Liverpool fer að skoða mögulegan arftaka.
Olise var keyptur til Bayern fyrir rúmu ári síðan frá Crystal Palace og hefur verið frábær í Þýskalandi.