Piero Hincapie, nýjasti leikmaður Arsenal, virðist þegar tilbúinn í toppbaráttu gegn Liverpool eftir að hafa lent í átökum við Alexis Mac Allister í landsleik í gær.
Hincapie gekk til liðs við Arsenal á lokadegi félagaskiptagluggans, á lánssamningi frá Bayer Leverkusen með kauprétt upp á 42 milljónir punda næsta sumar.
Hann hefur verið í eldlínunni með landsliði Ekvador í landsleikjahléinu, þar sem hann spilaði í markalausu jafntefli gegn Paragvæ í síðustu viku.
Í gær hjálpaði hann þjóð sinn að halda fimmta hreinu í fimmta sinn í röð í undankeppni HM, þegar liðið vann 1-0 sigur á heimsmeisturum Argentínu.
Viðureignin var æsispennandi og gróf, hitinn á milli Hincapie og Alexis Mac Allister vakti sérstaka athygli.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Hincapie virðist tilbúinn að taka slaginn – og stuðningsmenn Arsenal geta glaðst yfir því að varnarmaðurinn sé þegar að sýna metnað og gæði á stóru sviði.
🎥 Piero Hincapié went to confront Franco Mastantuono, and Mac Allister intervened to defend him, saying:
"You're not that kind of person, you're not like that."pic.twitter.com/Q5pk2txnpY
— Kop Fever (@KopFever) September 10, 2025