KSÍ hefur birt fundargerð frá síðasta fundi stjórnar, þar kemur meðal annars fram að reksturinn sé á áætlun.
Í áætlun KSÍ var gert ráð fyrir því að kostnaðurinn við árið yrðu tæpir 2 milljarðar.
„Bryndís Einarsdóttir fjármálastjóri KSÍ fór yfir 6 mánaða uppgjör sambandsins. Reksturinn er á áætlun. Stjórnarmenn tóku til máls um nokkra liði sérstaklega, m.a. þátttökugjöld, rekstur Laugardalsvallar, kostnað við landslið og gengismál/gengisáhættu,“ segir fundargerð KSÍ.
Ákveðið var að fjárhagsnefnd skoði gengismál sérstaklega á næsta fundi.
KSÍ hefur verið rekið með talsverðu tapi síðustu ár en gert er ráð fyrir nokkrum afgangi á þessu ári.