Barcelona hefur staðfest að liðið mun ekki snúa aftur á Spotify Camp Nou um helgina eins og áður hafði verið vonast til. Völlurinn er enn ekki tilbúinn og nauðsynleg leyfi frá borgaryfirvöldum hafa ekki fengist.
Katalóníuliðið ætlaði sér að opna endurbættan heimavöll sinn á ný fyrir fyrsta heimaleik tímabilsins í La Liga, gegn Valencia, en það verður ekki raunin.
Í staðinn verður leikurinn spilaður á Estadi Johan Cruyff, sem tekur einungis um 6.000 áhorfendur í sæti. Í stað tæplega 100.000 áhorfenda sem Camp Nou rúmaði áður en framkvæmdir hófust.
Í yfirlýsingu frá félaginu á þriðjudag segir. „Félagið vinnur hörðum höndum að því að tryggja öll nauðsynleg leyfi til að opna Spotify Camp Nou á næstu vikum. Því verður leikurinn gegn Valencia spilaður á Estadi Johan Cruyff.“
Það er ljóst að stuðningsmenn Barcelona þurfa að bíða aðeins lengur eftir að snúa aftur á sinn sögufræga heimavöll, sem er nú í miðjum endurbótum.