Domenico Tedesco tekur Fenerbahce af Jose Mourinho, sem var rekinn á dögunum.
Goðsögnin var látin fara þar sem hann tókst ekki að koma liðinu í Meistaradeildina.
Tedesco var síðast landsliðsþjálfari Belga. Hefur hann einnig stýrt liðum eins og RB Leipzig og Spartak Moskvu.
Mourinho hafði aðeins verið við stjórnvölinn hjá Fenerbahce í eitt ár. Í Tyrklandi eru menn afar kröfuharðir og þótti það ekki viðunandi að komast ekki í deild þeirra bestu, en liðið féll úr leik í umspilinu.