Omar Marmoush sóknarmaður Manchester City verður frá í einhvern tíma eftir að hafa meiðst í landsleik með Egyptalandi.
Marmoush meiddist í leik Egyptalands gegn Burkina Fasó í undankeppni HM.
Framherjinn var sendur í myndatöku í Egyptalandi vegna meiðsla á hné og segir á vef Manchester City að hann missi af leik helgarinnar.
City mætir Manchester United á sunnudag en óvíst er hversu lengi Marmoush verður frá.
Marmoush er á leið til Englands þar sem City mun skoða meiðsli hann og meta hversu lengi hann verður frá.