Andros Townsend hefur tekið ansi áhugavert skref á sínum ferli en um er að ræða fyrrum leikmann Tottenham, Newcastle og Crystal Palace svo eitthvað sé nefnt.
Townsend er 34 ára gamall í dag en hann spilaði 13 landsleiki fyrir England frá 2013 til 2016.
Hann hefur gert samning við Kanchanaburi Power en það eru alls ekki allir sem kannast við það félag.
Townsend mun reyna fyrir sér í Taílandi á tímabilinu en hann var síðast hjá Antalyaspor í Tyrklandi.
Hann spilaði langflesta leiki sína á Englandi fyrir Palace og var þar frá 2016 til 2021.