Alan Shearer hvetur Newcastle til þess að selja Alexander Isak sem vill komast burt frá félaginu í sumar.
Newcastle hefur nú þegar hafnað risatilboði Liverpool í Isak en hann er ákveðinn í að komast á Anfield.
Shearer er markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar og er mikill stuðningsmaður Newcastle.
,,Ég er alls ekki reiður út í hann, ég skil hverning fótboltinn virkar og hvað gerist á bakvið tjöldin,“ sagði Shearer.
,,Ég held ég skilji hans hugarfar en er ég hrifinn af því? Skil ég það fullkomlega? Það eru tveir mismunandi hlutir.“
,,Það er enginn stærri en knattspyrnufélagið og ef hann vill ekki vera þarna áfram þá geturðu þakkað honum fyrir komuna og sagt honum að fara.“