Régis Le Bris hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við nýliða Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.
Frakkinn tók við sem stjóri Sunderland fyrir síðustu leiktíð og stýrði liðinu upp í efstu deild í fyrsta sinn í átta ár.
Sunderland ætlar sér að halda sæti sínu í deildinni á komandi leiktíð og hafa átta menn verið fengnir til liðsins í sumar. Til að mynda var samið við Granit Xhaka, fyrrum leikmann Arsenal, á dögunum.
Sunderland hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli gegn West Ham laugardaginn 16. ágúst.
Sunderland AFC is delighted to announce that Régis Le Bris has signed a new long-term contract at the Club! ❤️
— Sunderland AFC (@SunderlandAFC) August 4, 2025